apr 16
Miðvikudagur

BD 2014 Video Rotator 2a

praying_hands

Apríl fréttir.

Afmælisvika Lindarinnar gekk mjög vel. Kærar þakkir til allra sem tóku þátt í bæninni,
til þeirra sem gerðust mánaðarlegir stuðningsaðilar, hækkuðu stuðninginn og gáfu gjafir.
*Okkur vantaði aðeins 50.000 þúsund krónur til að ná markmiði okkar sem var 8 milljón krónur.
En er í dag komið yfir heildarmarkmiðið.    *Uppfært fréttabréf.
Dýrð sé Guði!

Við eigum enn nokkrar gjafir hér á lindin.is sem hægt er að eignast gegn stuðningi við Lindina
hvort heldur sem er með eingreiðslu eða með því að hjálpa okkur til að ná markmiði okkar,
gerast mánaðarlegur stuðningsaðili eða hækka mánaðarlegan stuðning þinn.

Dagskrá: „Live Abnormal“ eða „Að lifa óvenjulegu lífi“, með Kim Bohon (Fitzgerald) eru stuttir
þættir þar sem hlustendur eru hvattir til að lifa lífi sem fellur ekki að háttalagi heimsins, heldur
lífi sem fellur að áætlun Guðs. Dögg Harðardóttir túlkar Kim.
Þátturinn verður sendur út á mánudögum kl. 16:40, þriðjudögum kl. 8:40 og sunnudögum kl. 16:40.

Páskar: Lindin sendir út þætti tileinkaða páskunum í páskavikunni.
Við biðjum þess að páskarnir verði tími lofgjörðar fyrir þig og fjölskyldu þína á sama tíma
og við fögnum lífi, dauða og upprisu drottins okkar Jesú Krists.

„Verið því sterk, óbifanleg, sístarfandi fyrir Drottin og vitið að ekkert sem þið gerið fyrir
hann er til einskis.“ (I. Kor. 15:58 /Lifandi Orð).

                        Þjónandi Drottni með gleði.
                    Mike, Sheila og starfsfólk Lindarinnar.

 

Gestir tengdir

Það eru 67 gestir á síðunni núna

RSS veita

feed-image RSS

Lindin fjölmiðlun - Krókhálsi 4 110 Reykjavík - 567-1818 - Fax: 567-1824 - lindin [hjá] lindin.is