maí 24
Þriðjudagur
Please update your Flash Player to view content.

praying_hands

Fréttabréf Lindarinnar – maí 2016

 
Kæru vinir.

Í 21 ár höfum við Sheila notið þeirrar ánægju og forréttinda að stýra Lindinni. Þegar Guð gaf okkur þá hugsjón að fara af stað með útvarpsstöð þá blessaði hann okkur með þér og af trúfesti hefur þú stutt Lindina, ár eftir ár. Við munum ávallt minnast þessa tímabils í lífi okkar með gleði, ánægju og kærleika. Við varðveitum minningarnar í hjörtum okkar og segjum komandi kynslóðum af kærleika þínum og gjafmildi.

Biblían kennir okkur að sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Þann 9. apríl síðastliðinn fengum við, ásamt stjórn Lindarinnar, þann heiður að afhenda kyndilinn, þ.e. ábyrgðina af rekstri stöðvarinnar yfir til Hafsteins G. Einarssonar.

Hafsteinn er viðskiptafræðingur að mennt. Árið 1991 gaf hann Jesú líf sitt og hefur síðan þá verið trúfastur sinni kirkju og kristnu samfélagi á Íslandi. Meðal þess sem hann hefur unnið að eru Alfa-námskeið, Alfa-ráðstefnan 2001, hin árlega Bænaganga, Hátíð vonar og Kristsdagurinn.

Árið 2003 varð Hafsteinn hluti af Lindinni þegar hann fyrst tók að sér dagskrárgerð. Í október 2015 kom hann síðan til starfa af fullum krafti og var það liður í undirbúningi þess að taka við sem nýr útvarpsstjóri. Hafsteinn er kvæntur Bryndísi Rut Stefánsdóttur og eiga þau 14 ára dóttur, Gígju.

Við biðjum Guð að blessa Hafstein og hans fjölskyldu, þegar hann stígur inn í nýja þjónustu sem útvarpsstjóri Lindarinnar.

Sheila og ég munum halda áfram að biðja og styðja Lindina, á þann hátt sem Guð leiðir okkur. Við treystum því og trúum að þú munir gera slíkt hið sama.

"Sæl er sú þjóð sem á Drottin að Guði, þjóðin sem hann valdi sér til eignar."
-Sálm. 33:12 

Höldum áfram í bæn og trú.

Mike og Sheila Fitzgerald

 

 
Gjöf á móti gjöf

Við bendum á þær fjölmörgu gjafir sem í boði eru fyrir hlustendur og velunnara Lindarinnar. Margar gengu út í afmælisvikunni en fjölmargar eru eftir. Með því að smella á krækjuna hér að neðan getur þú kíkt á gjafaúrvalið, valið þér gjöf og styrkt þannig Lindina; klipping, dagsferð til Vestmannaeyja, tónlist, handverk og fleira er í boði. 

Smelltu her til að sjá gjafalistann
 
 
Casting Crowns

Textinn í laginu "Does Anybody Hear Her" með Casting Crowns er hreint magnaður og minnir okkur á að gleyma ekki samferðarfólki okkar, sem hefur enn ekki fengið að kynnast Jesú Kristi.

Myndbandið hefur fengið 5 milljón áhorf á Youtube, sem er hreint frábært. Vertu einn af þeim sem hækkar þá tölfræði enn frekar.

 

 

Lindin fjölmiðlun - Krókhálsi 4 110 Reykjavík - 567-1818 - Fax: 567-1824 - lindin [hjá] lindin.is