júl 25
Föstudagur

BD 2014 Video Rotator 2a

praying_hands

Júlí fréttir

Fólkið var heilshugar við verkið.
                                   Nehemía 3:38

Boðskapur dagsins
Í júlí munu forstöðumenn og prestar segja frá persónulegum vitnisburði sínum á daglegri trúargöngu.
Boðskapur dagsins verður fluttur á hverjum virkum degi kl. 10:00, 15.30 og 20:00.

Verslunarmannahelgin
Lindin verður með beinar útsendingar frá Kotmóti í Kirkjulækjarkoti frá kl. 18:00 fimmtudagskvöldið
31. júlí til kl. 12:00 mánudaginn 4. ágúst.

Sjálfboðaliðar og starfsfólk
Við erum afskaplega þakklát fyrir trúfesti starfsfólks okkar og sjálfboðaliða. Sigurður Fossdal er einn
af nýjustu dagskrárgerðarmönnum okkar og er í útsendingu síðdegis. Einar Aron Fjalarsson sinnir
sjálfboðastarfi á virkum dögum á Lindinni í sumar. Einar Aron sér um eftirvinnslu á þáttum og er í
útsendingu eftir þörfum. Einar Aron er virkur í unglingastarfi Fíladelfíukirkjunnar.
Við erum mjög þakklátt fyrir ungt fólk sem elskar Drottin og Lindina og vill vera til blessunar.

Í sókn, svo allir heyri
Lindin hefur 15 útvarpssenda víðs vegar um landið og oft er nauðsynlegt að laga eða skipta út búnaði.
Undanfarið hefur þessi þörf verið til staðar og erum við þakklát öllum þeim sem hafa mætt þeirri þörf
af trúfesti. Mikill vilji er til að endurnýja útvarpssendinn í Vestmannaeyjum svo hægt sé að stækka
hlustendasvæðið á Suðurlandi. Ef  þú hefur áhuga á að taka þátt í því verkefni gefa Mike Fitzgerald
og Magnús Kristinsson nánari upplýsingar.

        Trúföstu stuðningsaðilar okkar, það er blessun að starfa með ykkur   

                                                Mike, Sheila og starfsfólk Lindarinnar.

 

Gestir tengdir

Það eru 154 gestir á síðunni núna

RSS veita

feed-image RSS

Lindin fjölmiðlun - Krókhálsi 4 110 Reykjavík - 567-1818 - Fax: 567-1824 - lindin [hjá] lindin.is